SUNNUDAGSKROSSGÁTAN

 
Forsíða

Krossgátukennsla

Póstlisti

Frítt efni

Frumkvöðlar

Hlekkir

Um vefinn

Helstu gerðir vísbendinga

Endurraðanir     Falin orð     Innihald   Látbragðsleikur      Tvöföld skýring
Viðsnúningur    Hljómandi   Eyðing    Endursamsetning

Í földu orði er svarið falið í vísbendingunni. Mark er sjaldnast haft með.

Dæmi um mark: er, finnst,sést, innilega. Athugið að mörk eins og sést og finnst hafa margar merkingar.

Dæmi: Forfaðir finnst í Álftafirði.
Álft-AFI-firði
FINNST Í ÁLFTAFIRÐI er vísbendingin og þar er FINNST mark segir í þessu tilfelli að orðið standi í ÁLFTAFIRÐI (en finnst getur haft aðrar merkingar). FORFAÐIR er skilgreiningin á orðinu sem á að finna.

Það eru til ýmis afbrigði af földu orði. Ef um afbrigði er að ræða er ætíð notað sérstakt mark. Afbrigðin eru t.d. að lausnarorðið getur verið myndað úr upphafsstöfum orðanna í vísbendingunni (Mörk: fyrst og fremst, upphaflega) eða öðrum hverjum staf (Mark: ekki að jafnaði).

 

 

Höfundur vefsíðu og efnis nema annað sé tilgreint: Ásdís Bergþórsdóttir krossgatan[hjá]krossgatan.is