SUNNUDAGSKROSSGÁTAN

 
Forsíða

Krossgátukennsla

Póstlisti

Frítt efni

Frumkvöðlar

Hlekkir

Um vefinn

Höfundur fyrstu íslensku krossgátunnar


Krossgátan sem birtist 20. mars 1927 í Lesbók Morgunblaðsins virðist vera elsta íslenska krossgátan. Þótt höfundur hennar sé óþekktur er ein mikilvæg vísbending um hann í krossgátunni. Krossgátan inniheldur tvö dönsk orð sem bendir til að höfundur hafi kynnst dönskum krossgátum líklega í Danmörku. Höfundur gæti því hafa verið búsettur í Danmörku.

Fyrir þá sem vilja prófa að leysa krossgátuna:
Athugið að í öðrum reit í 21 lárétt er ekki gerður greinarmunur á breiðum og grönnum sérhljóða.

Leiðbeiningarnar sem voru birtar með krossgátunni:

Þessa einkennilegu gátu eiga menn að leysa á þann hátt, að skrifa einn staf í hvern hinna hvítu reita. Þessir stafir eiga að mynda orð, hvort sem lesið er þvert yfir reitina eða niður. Svörtu reitirnir takmarka orðin, og þau orð sem hjer eiga að vera, eiga menn að finna, með tilstyrk þeirra leiðbeininga sem hjer fylgja.

 

 

Höfundur vefsíðu og efnis nema annað sé tilgreint: Ásdís Bergþórsdóttir krossgatan[hjá]krossgatan.is