SUNNUDAGSKROSSGÁTAN

 
Forsíða

Krossgátukennsla

Póstlisti

Frítt efni

Frumkvöðlar

Hlekkir

Um vefinn

Helstu gerðir vísbendinga

Endurraðanir    Falin orð     Innihald   Látbragðsleikur      Tvöföld skýring
Viðsnúningur    Hljómandi   Eyðing    Endursamsetning

Í endurröðunum er lausnarorðinu endurraðað. Endurröðunarvísbendingin inniheldur skilgreiningu, endurröðun á lausnarorðinu og oftast endurröðunarmark.
Í sunnudagskrossgátunni var ekki alltaf verið notað endurröðunarmark en nú er það gert.

Dæmi um mark: nokkurn veginn, á annan hátt, ruglaður, í bland, flæktur

Dæmi: Sjá ríka flækjast fyrir fugli.
FUGLI er skilgreiningin á orðinu sem á að finna. Fall skilgreiningar skiptir ekki máli. Lausnin er ætíð í nefnifalli.
SJÁ RÍKA FLÆKJAST FYRIR er vísbendingin og þar er FLÆKJAST mark sem merkir RÍKA sem orðið sem skal endurraða. RÍKA er hægt að endurraða sem KRÍA og það er lausnin.

 

 

Höfundur vefsíðu og efnis nema annað sé tilgreint: Ásdís Bergþórsdóttir krossgatan[hjá]krossgatan.is