Krossgatan sálfræðiráðgjöf

Sálfræðiráðgjöf fyrir fólk á einhverfurófi og foreldra barna á einhverfurófi.

  • Forsíða
  • Þjónusta
    • Fólk á einhverfurófi
    • Námsmenn
    • Foreldrar
    • Fagfólk
    • Námskeið
    • Kvíði
    • PDA
  • Um stofuna
    • Viðtöl
    • Kort
    • Hafa samband
    • Um mig
  • Tenglar
  • English

PDA - sjúkleg forðun gagnvart kröfum

PDA (Pathological Demand Avoidance) einkennist af forðun á kröfum. Þetta er ekki formleg greining og menn deila mikið um hvort um sérstakt fyrirbæri er að ræða, hvort um undirhóp innan einhverfurófs sé að ræða eða eitthvað annað sé í gangi.

Börn með PDA forðast venjulegar kröfur með því að nota félagslegar aðferðir (t.d. að breyta um umræðuefni eða draga athyglina frá kröfunum) eða öfgakennda hegðun (t.d. ofbeldi, klæða sig úr öllum fötum). Þau hafa yfirborðskenndan áhuga á félagslegum samskiptum og sýna slaka félagsleg færni. Börn með PDA telja sig oft hafa sömu stöðu og réttindi og fullorðnir (t.d. vísa gestum foreldra sinna úr húsi). Þessi börn hafa oft mikið ímyndunarafl og eyða miklum tíma í leiki sem tengjast ímyndunarafli.

Það sem greinir þessi börn frá börnum með mótþróaþrjóskuröskun, samkvæmt þeim sem rannsakað hafa PDA, er að þau sýna hegðun sem sem jafnöldrum þætti niðurlægjandi (t.d. fara úr fötum, taka skapofsaköst fyrir framan jafnaldra og virðist vera alveg sama þótt jafnaldrar hneykslist á hegðun þeirra). Hins vegar eru örugglega ekki allir sérfræðingar sammála því að munur sé á PDA og mótþróaþrjóskuröskun.

Rannsóknir virðast benda til að umbun og refsing virki ekki á þessi börn né rútína. Það sem virðist vika á PDA er nýlunda og fjölbreytni, húmor, að hunsa neikvæða hegðun og þrautseygja.

Hvort sem PDA er aðskilin röskun eða undirhópur í annarri röskun þá er það mat mitt að mörg börn á einhverfurófi glími við svipaðan vanda og þeim sem lýst er í PDA. Það er einnig skoðun mín að einstaklingar á einhverfurófi með PDA einkenni séu í mikilli hættu á því að detta úr skóla og fara á örorku, jafnvel umfram þá sem eru með meiri einhverfueinkenni en sýna ekki PDA einkenni.

Krossgatan - sálfræðiráðgjöf Háleitisbraut 13, 4 hæð krossgatan[hjá]krossgatan.is © Ásdís Bergþórsdóttir