Krossgatan sálfræðiráðgjöf
Sálfræðiráðgjöf fyrir fólk á einhverfurófi og foreldra barna á einhverfurófi.
Fyrir fagfólk
Ég get tekið að mér fræðslu, ráðgjöf og jafnvel handleiðslu í einhverjum tilfellum fyrir fagfólk.
Ég les fræðigreinar á sviði einhverfurannsókna reglulega. Þær fjalla m.a. um afbrot og einhverfu, kynvitund og einhverfu, þunglyndi, kvíða og aðrar tilfinningaraskanir hjá fólki á einhverfurófi, vímuefnaneyslu fólks á einhverfurófi, háskólanám fólks á einhverfuróf ásamt hefðbundnari greinum um skynjun og getu í daglegu lífi, "meltdown", minni og aðra frammistöðu.
Einnig reyni ég að fara á námskeið erlendis sem eru á sviðum sem ekki vel þekkt hér á landi.