Krossgatan sálfræðiráðgjöf
Sálfræðiráðgjöf fyrir fólk á einhverfurófi og foreldra barna á einhverfurófi.
Námskeið
Foreldranámskeið er keyrt nokkuð reglulega. Þar er farið í hvernig börn og unglingar á einhverfurófi hugsa og skynja. Efni námskeiðsins er uppfært á hverju ári í samræmi aukna þekkingu fræðasamfélagsins.
Námskeiðiðin eru fámenn (5-6 manns) og byggja mikið á spjalli og frásögnum þátttakenda. Vegna þess hversu fámenn þau eru þá er oft hægt að færa til tíma eða fresta ef það hentar fólki. Einnig gefst oft tími til að ræða þau vandamál sem foreldrar standa frammi fyrir og oft koma aðrir þátttakendur með lausnir sem hafa reynst þeim vel.
Næsta námskeiðið verður í byrjun október sjá hér
Sé þess óskað get ég samið námskeið um ákveðin svið einhverfu og miðað við ákveðna hópa